today-is-a-good-day

Alþjóðleg ráðstefna um #metoo í Hörpunni vekur athygli um allan heim

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur Alþjóðlega ráðstefnu um #metoo í Hörpunni í dag kl. 14.30.

Verður þetta með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið en um 800 manns hafa skráð sig á ráðstefnuna sem er tvöfalt meira en búist var við. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni og eru þar á meðal heimsfrægir fyrirlesarar sem taka til máls.

Haustið 2019 verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst og konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni.

Hafa erlendir fréttamiðlar sýnt ráðstefnunni athygli þar á meðal fréttamiðillinn TheGuardian sem ræddi við Katrínu Jakobsdóttur um ráðstefnuna. Þar sagði Katrín að markmið ráðstefnunnar væri „að búa til stökkpall fyrir alþjóðlegar og djúpar samræður um áhrif og framtíð #metoo.”

Ráðstefnan verður í Hörpu dagana 17-19. september.

 

Auglýsing

læk

Instagram