Alþjóðleg sprengju­leitaræf­ing fer fram hér á landi

Þessa dagana eru hér staddir um 300 sérfræðingar sem taka þátt í Nort­hern Chal­lenge, sem er alþjóðleg sprengjuleitaræfing á vegum NATO.

Markmið æfingunnar er að æfa viðbrögð við hryðju­verk­um við hinar ýmsu aðstæður hvort sem það er á flug­velli, í höfn­um, við bryggju eða í skipi. Notast er við starfs­svæði Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli við æfingarnar en einnig eru æfingar á hafn­ar­svæðum víða á Suðurnesjum.

Keith Mab­bott, und­ir­for­ingi í kon­ung­lega breska sjó­hern­um segir Ísland henta vel til sprengjuleitaræfinga. Hér sé bæði veðurfarið og landslagið krefjandi.

„Ef þú get­ur fram­kvæmt sprengju­leit á Íslandi get­ur þú gert það hvar sem er,“ seg­ir Mab­bott í um­fjöll­un um æf­ing­arn­ar í morgunblaðinu í dag. Þetta kom fram á vef Mbl í dag.

Æfingunni lýkur í næstu viku en hún hófst á sunnudaginn síðastliðinn.

 

Auglýsing

læk

Instagram