Ameríska útgáfan af Eurovison söngvakeppninni

Auglýsing

Bandaríkin ætla nú að koma með sína eigin útgáfu af Eurovison söngvakeppninni og mun keppnin bera heitið ,,The American Song Contest.”

Greint er frá þessu á vef Variety og þar segir að fyrsta keppnin verði haldin í lok árs 2021.

Fyrirkomulagið á keppninni mun verða svipað og í Eurovison þar sem söngvari eða hópur söngvara frá hverju af 50 ríkjunum munu syngja frumsamin lög í beinni útsendingu. Ben Silverman verður framleiðandi þáttanna en hann færði bandaríkjamönnum evrópska þætti á borð við The Office, Big Brother og The Weakest Link. Hann segir að það hafi verið erfiðast að koma Eurovision til Ameríku.

,,Ég hef eytt 20 árum í að koma þessu í framkvæmd,” segir Silverman sem segist spenntur yfir því að sjá þennan áratugalanga draum verða að veruleika.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram