Amnesty International: Forseta Íslands færðir sokkarnir FYRIR AMNESTY

Auglýsing

Núna fyrir jólin selur Íslandsdeild Amnesty International sokkana FYRIR AMNESTY til styrktar mannréttindastarfi samtakanna.

Af því tilefni færðu fulltrúar Íslandsdeildarinnar forsetahjónunum sokkapör að gjöf á Bessastöðum mánudaginn 2. desember. Forsetahjónin klæddu sig strax í sokkana og Eliza Reid nefndi að hún þyrfti endilega að festa kaup á þessum litríku sokkum í jólagjafir fyrir fjölskyldu eða vini.

FYRIR AMNESTY sokkapörin eru hönnuð af íslensku hönnuðunum Hildi Yeoman, Sævari Markúsi og Eygló. Allur ágóði sölunnar rennur til mannréttindastarfs Íslandsdeildar Amnesty International.

Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Ferlið er formlega vottað af Cotton Made in Africa sem er framtak í Afríku sem vinnur að því að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum.

Auglýsing

Sokkarnir eru til sölu á amnesty.is, í Yeoman boutique, Ungfrúnni góðu og verslunum Hagkaups.

FYRIR AMNESTY sokkarnir eru kjörnir í jólapakkann í ár!

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram