Anna Rún Tryggvadóttur myndlistarkona heldur námskeið fyrir fjölskyldur

Auglýsing

Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir leiðir spennandi smiðju fyrir alla fjölskylduna næstkomandi laugardag 20. nóvember kl. 13-15.

Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir leiðir spennandi smiðju þar sem áherslan er á skúlptúra, segla og áttavita. Vinnustofan hefst í Hvelfingu, myndlistarrými Norræna hússins þar sem Anna veitir gestum innsýn í verk sitt á yfirstandandi sýningu TIME MATTER REMAINS TROUBLE. Vinnustofan heldur áfram á barnabókasafni Norræna hússins þar sem hún sýnir á skapandi hátt, með seglum og fleiri efnum, hvernig myndlist og náttúrufræði eiga samleið.

Anna Rún Tryggavdóttir er myndlistamaður fædd árið 1980. Anna Rún stundaði myndlistarnám í Listaháskóla Íslands og framhaldsnám í Concordia-háskólanum í Montréal í Kanada. Verk hennar hafa vakið athygli jafnt hér heima sem erlendis en hún hefur undanfarin ár skipt tíma sínum á milli Reykjavíkur og Berlínar og hlotið bæði styrki og verðlaun fyrir verk sín. Í verkum sínum teflir Anna Rún saman lögmálum tækni og náttúru sem taka þátt í sköpunarferlinu. Hún hefur unnið bæði skúlptúra og innsetningar þar sem ekkert er endanlegt, og verkin mótast á meðan á sýningum stendur.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram