Aron Einar og Kristbjörg stofna húðvörufyrirtæki

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og kona hans Kristbjörg Jónasdóttir hafa nú sett á laggirnar nýtt húðvörufyrirtæki. Vörumerkið nefnist A&K og fer í sölu á næstu dögum en vörurnar eru framleiddar á Grenivík.

„Þetta er allt annað en ég hef vanið mig á að gera svo fyrir mig er mjög gaman að fá að taka þátt í einhverju sem maður hafði ekki hundsvit á áður. Ég hafði fram til þessa ekki notað mikið af húðvörum og minnist þess þegar ég var í förðunarstólnum fyrir sjónvarpsviðtal, að það fyrsta sem ég heyrði var alltaf að ég væri með svo þurra húð. Þess ber að geta að ég hef ekki fengið þær athugasemdir eftir að við fórum á fullt í að prófa okkur áfram í þessu,“ segir hann og bætir hlæjandi við; „Ég var satt að segja hálfgert tilraunadýr í öllu ferlinu,“ sagði Aron Einar í viðtali við Fréttablaðið.

View this post on Instagram

13.12.2019 @akpureskiniceland

A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on

Auglýsing

læk

Instagram