Birgitta Haukdal mátti ekki spila Fingur í ákveðnum grunnskóla:„Vildu ekki svona klámvísu“

Auglýsing

Sönkonan Birgitta Haukdal var gestur Burning Questions hjá Áttan Miðlar.

Birgitta átti í engum vandræðum með að svara spurningum Egils Ploder.  Var hún meðal annars beðin um að raða nokkrum af lögum sínum í rá því besta yfir í það versta. Þar á meðal var lagið Fingur en hún lumaði á skemmtilegri sögu um það lag.

„Fingur var svolítið skemmtilegt samstarf. Og það á sér frekar skemmtilega sögu. Okkur var til dæmis bannað að spila það í einum skóla, þegar það kom út var það alveg svakalega vinsælt lag. Viggi var tónlistarkennari í barnaskóla og skólinn ætlaði að fá hljómsveitina hans Vigga til að koma í sal og skemmta börnunum, nema hvað við máttum bara ekki taka Fingur,  því þau vildu ekki svona klámvísu,“ segir Birgitta en bætir við að lagið sé ekki klámvísa og hlær.

Sjáðu viðtalið við Birgittu hér fyrir neðan.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram