Birta lenti í bílveltu kasólétt af tvíburum

Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa?

Í maí á síðasta ári voru hjónin, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómynd sem faðir Birtu og eiginmaður störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum.

En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir meðal annars þessari örlagaveltu í lífi þeirra, í þætti kvöldsins.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum.

Þetta kom fram á vef Vísis.

Auglýsing

læk

Instagram