Bryndís Líf:„Fyrir mér er nekt bara ákveðið frelsi”

Auglýsing

Eva Laufey Kjaran hitti Bryndísi Líf í þættinum Ísland í dag, í gærkvöldi.

Bryndís Líf er samfélagsmiðlastjarna og sálfræðinemi og hefur vakið mikla athygli fyrir myndir sem hún birtir af sjálfri sér á miðlinum Instagram. En Bryndís hefur ögrað stjórnendum miðilsins með myndum af sér þar sem hún sýnir brjóstin á sér, allt nema geirvörturnar.

„Mér finnst ekkert að þessu eða neitt svoleiðis en ég veit alveg að fólk er á móti þessu. Ég hef alveg fengið einhver skilaboð um það.”

Bryndís leggur mikinn metnað og vinnu í það að ná góðri mynd og vinnur hún allar myndirnar sjálf. Því djarfari sem myndirnar eru því meiri athygli fá þær. En hún birti á dögunum mynd af sér í sturtu þar sem hún er kviknakin. Vakti sú mynd mikla athygli.

Auglýsing

„Þetta sýnir ekkert svakalega mikið. Sýnir bara hlið á manneskju. Við förum öll í sturtu líka. Fyrir mér er nekt ákveðið frelsi. Og fyrir öðrum er það ekki og vilja þeir hafa þetta bara fyrir sig og einhvern ákveðinn aðila. Og það er líka bara allt í lagi.”

Hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram