Byggja draumahúsið á Balí

Auglýsing

Kristín Maríella Friðjónsdóttir flutti ásamt sambýlismanni sínum Orra Helgasyni og tveimur börnum þeirra til Balí fyrir ári. Áður bjuggu þau í Singapúr í rúm fjögur ár og höfðu margoft farið yfir til Balí í frí, enda stutt á milli. Þau ákváðu fljótt að þau færu ekki frá Asíu án þess að prófa að búa á Balí.

Núna eru þau að byggja draumahúsið sitt þar, c.a. 220 fermetra hús með sundlaug. Þau sjá fyrir sér að eiga í framtíðinni heimili á báðum stöðum, Balí og Íslandi, og fá þannig það besta úr báðum heimum.

Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau í þættinum Hvar er best að búa? sem sýndur er á Stöð 2. Hér fyrir neðan má sjá tvö myndskeið úr þættinum.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram