Chris Rock rýfur þögnina: „Ég fer ekki upp á spítala með smá skeinu“

Það fór eflaust ekki fram hjá mörgum þegar stórleikarinn Will Smith sló grínistann Chris Rock utan undir í beinni útsendingu á Óskarsverðlaununum síðastliðinn mars. Þá hafði Chris Rock gert grín að því að Jada Pinkett Smith væri sköllótt, sem er vegna sjálfsónæmissjúkdóms sem hún glímir við.

Chris Rock hefur nú opnað sig um atvikið. Það gerði hann á dögunum þegar hann var með sýningu þar sem grínarinn sagðist sjá fyndnu hliðarnar á uppákomunni frægu.

„Allir sem halda því fram að orð geti meitt hafa greinilega aldrei verið kýldir í andlitið,“ sagði Rock og tók fram að þetta hafi verið virkilega sársaukafullt. „En ég hristi þetta af mér og mætti í vinnuna daginn eftir. Ég fer ekki upp á spítala með smá skeinu.“

Jada var fljót að tjá sig eftir atvikið margumtalaða hjá eiginmanni hennar. Smith var fámál en beinskeytt og sagði í færslu á Instagram-síðu sinni að tæki við tímabil lækninga og heilunar í hennar lífi. Leikarinn hef­ur beðist af­sök­un­ar á hegðun sinni og sagði í tilkynningu að of­beldi í öll­um sín­um mynd­um er eitrað og eyðileggj­andi.

„Hegðun mín á Óskar­sverðlaun­un­um í gær­kvöldi var óá­sætt­an­leg og óafsak­an­leg. Brand­ar­ar á minn kostnað eru hluti af starf­inu, en brand­ari um lækn­is­fræðilegt ástand Jödu var of mikið fyr­ir mig og ég brást til­finn­inga­lega við,“ skrifaði Smith á Face­book og In­sta­gram fyrr á árinu.

Auglýsing

læk

Instagram