Dagur í lífi Emils Hallfreðssonar

Auglýsing

Emil Hallfreðsson hefur verið án félags síðan í vor, þegar samningur hans við Udinese á Ítalíu rann út, og býr á Íslandi meðan hann bíður eftir því að fá samning hjá nýju félagi.

Rúv fylgdi Emil eftir á fimmtudaginn síðasta og fékk að sjá hvernig er dagur í lífi landsliðmanns í fótbolta sem er án félags.

„Ég vakna svona um klukkan 7:30 og þá er bara tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum. Ég reyni samt að fasta flesta morgna fram að hádegi. Mér finnst það frekar gott. Svo er bara að gera og græja og fara með krakkana í skólann,“ segir Emil, en hann á tvö börn, þriggja og átta ára. Þau eru alin upp á Ítalíu, en meðan Emil er félagslaus fá þau að ganga í skóla og leikskóla á Íslandi.

Emil hefur hafnað einhverjum tilboð frá löndum sem hann er ekki tilbúin að fara með fjölskylduna til. Einhversstaðar lengst úti í heimi.

Auglýsing

„En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega. En ég er mjög ólíklega að fara með fjölskylduna til Indónesíu eða eitthvað álíka,“ segir Emil sem er mikill fjölskyldumaður.

Innslagið var sýnt í styttri útgáfu í íþróttum á sunnudegi í gærkvöldi, á RÚV. Allt innslagið má hinsvegar sjá hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram