Ed Sheeran hefur uppgötvað nýjan hæfileika

Auglýsing

Söngvarinn Ed Sheeran sem lauk nýverið 2 ára tónleikaferðalagi um heiminn, ákvað í kjölfarið að taka sér 18 mánaða frí frá tónleikahaldi.

Söngvarinn ástsæli virðist ekki sitja auðum höndum í fríinu en hann birti færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann segist hafa eytt síðastliðnum mánuði í listmálun.

„Hef eytt síðasta mánuði eftir að tónleikaferðalagið endaði, í að mála. Sem ég hef aldrei gert áður. Skemmti mér konunglega við það.“ skrifar söngvarinn í færslunni.

Auglýsing

Segir hann að honum hafi fundist hann hálf einskis nýtur eftir að tónleikaferðalagið endaði, enda sé söngurinn, það að semja tónlist og spila hana, það eina sem hann þekki.

„Mæli með því fyrir alla að kaupa sér smá málningu og skvetta, það er svo gaman“ segir hann að lokum.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram