„Ég efast um að hann hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta væri skaðlegt“

Auglýsing

Alma Björk Hafsteinsdóttir er fíkni- og fjöl­skyldu­markþjálfi með sér­hæf­ingu í spilafíkn.

Hún þekkir spilafíknina á eigin raun, byrjaði að spila barnung og stór hluti ævi hennar litaður af þessum sjúkdómi. Hún segist hafa verið um 5 ára gömul þegar hún fór fyrst í spilakassa með afa sínum.

„Þá vorum við ekki að tala um spilakassa af því kalíberi sem við sjáum í dag en það gerði enginn athugasemd við þetta. Sá sem átti ísbúðina þá var ekkert að stoppa þetta og spyrja hvað þú værir að gera hérna með lítið barn. Ég efast um að hann hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta væri skaðlegt,“ segir Alma í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Spilakassinn gerði eitthvað fyrir mig sem ég get ekki útskýrt. Ég hef mikið reynt að spá í það hvað það var en þarna byrjar bara ballið strax. Ég á ekkert séns eftir þetta. Ég man að foreldrar mínir fóru með mig í allskonar fjölskylduráðgjöf og kennarinn minn var með allskonar aðfinnslur, það fór ekkert á milli mála að það var eitthvað að. Það gerði sér enginn grein fyrir og skoðaði það nánar að ég væri í spilakössum öllum stundum.“

Auglýsing

Við tóku mörg ár undirlögð spilafíkninni þar sem hver einasta króna var sett í kassana en loks tókst Ölmu að hætta. Hún eignaðist fleiri börn, tók virkan þátt í lífi þeirra, kláraði viðskiptafræði, fékk flotta vinnu, átti sína eigin íbúð og allt lék í lyndi þangað til martröðin skall á enn á ný tæpum tólf árum síðar.

„Ég man eftir þessu. Þetta er á sunnudegi og ég ligg heima og fæ allt í einu þessa hugmynd að mig langar að fara spila. Tuttugu mínútum seinna sit ég fyrir framan spilakassa í Hafnarfirði og er byrjuð að spila.“

Á átján mánuðum spilaði hún frá sér 30 milljónir og missti loks húsnæði sitt og allar eignir. Þetta fór allt saman í spilakassana.

Hér fyrir neðan má sjá Ölmu segja sögu sína af spilafíkninni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram