Eistnaflug færir út kvíarnar

Auglýsing

Eistnaflug kunngjörði nú á dögunum fyrstu hljómsveitirnar sem koma munu fram á hátíðinni sumarið 2020, þegar hún fagnar 15 ára afmæli. Hljómsveitirnar eru Rock Paper Sisters, Zhrine og frændur okkar, Færeyingarnir, í Tý.

Einnig fékk Millifótakonfekt ehf, sem haldið hefur hátíðina frá upphafi, nýverið til liðs við sig nýja liðsmenn. Arnold Cruz hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og sér um alla daglega stjórnun þess. Auk þess var Ásgeir Andri Guðmundsson fenginn inn sem „production manager” hátíðarinnar sem slíkrar. Hann mun koma til með að hafa yfirumsjón með framkvæmd hátíðarinnar og tæknilegum útfærslum ásamt Arnold og öðru starfsfólki Eistnaflugs.
Eistnaflug tekur nú það skref að standa að viðburðum árið um kring og kynnir með stolti tónleikaröðina „Back to the Metal Roots” sem fara mun fram í samstarfi við Tuborg á Dillon 1/11, 11/1 og 22/2. Á fyrstu tónleikunum mun Misþyrming koma fram ásamt upphitunarhljómsveit.

Það er ljóst markmið Eistnaflugs að veita þungri, jaðarsettri tónlist brautargengi. Síðustu 15 ár höfum við miðað að því að fá til landsins þekktar erlendar hljómsveitir sem og minna þekktar. Auk þess hefur rjóminn af íslenskum metal-, harðkjarna- og pönkhljómsveitum komið fram á hátíðinni sem og ýmis bönd úr öðrum áttum. Við erum stolt af því að vera vettvangur fyrir þungarokk og viljum alltaf gera meira og betur.

Miðasala á fyrstu tónleika „Back to the Metal Roots” hefst á tix.is innan skamms og er miðafjöldi mjög takmarkaður
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram