Eldur í fjölbýlishúsi í Breiðholti

Auglýsing

Fjórum var bjargað úr íbúðum í Suðurhólum í Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi eftir að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Íbúar sem voru innlyksa á efstu hæð hússins segjast hafa beðið sem lamaðir eftir aðstoð slökkviliðs.

Vart varð við eldinn um kl hálf sjö í gærkvöldi og stóð reykur út um glugga á annarri hæð þegar slökkvilið bar að garði. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði en töluverður eldur var í íbúðinni sem er mikið skemmd. Barn var fast í annarri íbúð á sömu hæð og þrír á hæðinni þar fyrir ofan. Ein af þessu fólki var Karolina sem býr á þriðju hæð hússins.

„Það var plastlykt, eins og bráðið plast. Við hlupum út og sáum reykinn koma undan hurð nágrannans. Þau voru ekki heima. Okkur var mjög brugðið og kölluðum í aðra nágranna okkar og reykurinn stigmagnaðist. “

Íbúð Karolinu fylltist af reyk svo þau gripu til þess ráðs að bíða úti á svölum eftir aðstoð. Eftir um hálftíma hafði slökkviliðið náð tökum á eldinum og gátu þeir reykræst og hjálpað íbúum hússins út.

Auglýsing

Að sögn varðstjóra varð engum alvarlega meint af en einn var fluttur á spítala með vott af reykeitrun. Sá hafði aðstoðað íbúa hússins við að komast út. Eru eldsupptök ókunn að svo stöddu. Þetta kom fram á vef Rúv.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram