Emmsjé Gauti frumsýndi myndband við lagið „Bleikt ský“ í gærkvöldi

Auglýsing

Rapparinn Emmsjé Gauti hélt í gær frumsýningarpartý á efri bílastæðaplani Smáralindar. Tilefnið var útgáfa myndbandsins við lagið „Bleikt ský“, af sam­nefndri væntan­legri plötu rapparans.

Vegna gildandi samkomubanns gat hann ekki haldið hefðbundið frumsýningarpartý en eins og hann orðaði það sjálfur á Facebook síðu sinni þá „kalla vandamál á lausnir“ og var brugðið á það ráð, í samstarfi við Smárabíó og Smáralind, að halda frumsýningarpartý-bílabíó. Lagið var spilað kl 20:30 og var hljóði var út­varpað í alla bílana á svæðinu en eftir frum­sýninguna var myndin Dala­líf sýnd.

Mikill fjöldi fólks mætti í “partýið” og þurfti á tímabili að vísa fólki frá.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram