Emmsjé Gauti með ábreiðu af laginu „Hjálpum þeim“:„Engin ykkar hefur haft það jafn erfitt og ég“

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti gaf í gær út ábreiðu af jólalaginu „Hjálpum þeim“, sem er frá árinu 1986.

Lagið byrjar á orðunum: „Ég veit að mörg ykkar hafa haft það erfitt þetta árið en engin ykkar hefur haft það jafn erfitt og ég. Líkamsræktarstöðin sem ég fæ frítt í er lokuð og ég er kominn á bíl sem þarf að stinga lykli í. Ég er ekki einu sinni með hita í stýrinu lengur.”

Í laginu, sem ber heitið „Hjálpum mér“, er látið líta út fyrir að fólk sé að styrkja Emmsjé Gauta persónulega en í raun fer allur peningur sem safnast inn á styrktarreikning Barnaspítala hringsins. .

Mörg þekkt andlit koma fyrir í myndbandinu og taka lagið með Gauta. Meðal annars Páll Óskar, Rúrik Gíslason, Svala Björgvinsdóttir, Helgi Björns, Sigga Beinteins, Jakob Frímann, Ragnhildur Steinunn, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Jóhanna Guðrún, Steindi Jr., Harmageddon, Valdimar, Aron Can, Salka Sól og fleiri.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram