Endurkoma Friends er staðfest

Auglýsing

Staðfest hefur verið að Friends leikararnir munu koma aftur saman í sérstökum endurkomuþætti á nýju steymisveitunni HBO max, sem fer í loftið í maí.

Á þessari nýju streymisveitu munu allar tíu seríur Friends vera aðgengilegar ásamt nýja þættinum. Í þessum endukomuþætti munu allir leikararnir sex snúa aftur og verður þátturinn tekinn upp á sama stað og þættirnir, 236 talsins, voru teknir upp á árunum 1994-2004.

Á síðu Variety.com kemur fram að hver og einn leikari komi til með að fá að minnsta kosti 2,5 milljónir dollara fyrir þáttinn.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram