Eva Ruza og Hjálmar Örn verða kynnar á raf­rænu bingói til styrktar Barna­spítala­sjóð Hringsins

Auglýsing

Góðgerðarbingó Hringsins hefst á slaginu klukkan 18 í kvöld, á Youtube.

Skemmtikraftarnir og vinirnir Eva Ruza og Hjálmar Örn stýra gleðinni af sinni allkunnu snilld. Hægt er að kaupa bingóspjöld á tix.is  og rennur allur ágóði bingósins óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins.

„Hringurinn hafði samband við mig og Evu Ruzu og kannski var auðveldast í heimi fyrir þau að pikka okkur tvö út vegna þess að við erum jú einhverjir allra reyndustu bingóstjórar landsins,“ segir Hjálmar Örn í samtali við Fréttablaðið

„Þetta eru rosalegir vinningar og ég held að heildarverðmæti vinninga sé ein komma átta milljón, kallinn minn. Það er bara svoleiðis. 1,8 milljón.“

Auglýsing

Hægt verður að vinna snjallúr, hótelgistingar, þyrluflug yfir gosstöðvarnar og margt fleira.

Taktu þátt í bingóinu hér

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram