Eyþór býður sig ekki fram til ritara

Ritaraembætti Sjálfstæðisflokksins er óskipað eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gerðist Dómsmálaráðherra.

Eyþór Arnaldsson oddviti flokksins hefur ásamt fleirum verið orðaður við embættið. Hann tilkynnti í dag að hann ætli ekki að gefa kost á sér til nýs ritara Sjálf­stæðis­flokksins en kosið verður um nýjan ritara á laugardaginn næsta.

Í færslu á facebook síðu sinni í dag skrifaði Eyþór meðal annars þetta:

„Ég er þakk­látur fyrir það traust og þá vel­vild sem gras­rótin í flokknum um allt land hefur sýnt mér. Ég hef fengið fjölda sím­tala og hvatningu frá traustu Sjálf­stæðis­fólki. Það mikla verk­efni að leiða Sjálf­stæðis­flokkinn á­fram og upp á við, er þess eðlis að það krefst ein­beitingar og fullrar at­hygli.

Ég tel að það gagnist borgar­búum best að ég sé ó­skiptur í því verki sem ég tók að mér á síðasta ári. Því hef ég á­kveðið að gefa ekki kost á mér til em­bættis ritara Sjálf­stæðis­flokksins.“

Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni.

Auglýsing

læk

Instagram