Ezra Miller til vandræða á Hawaii

Bandaríski leikarinn Ezra Miller var hand­tekið í borginni Honolulu á Hawaii fyrir ó­spektir á al­manna­færi. Sögur herma að Miller hafi verið að á­reita gesti bars sem hán heimsótti.

Í er­lendum miðlum kemur fram að sam­kvæmt lög­reglunni á Hawaii hafi Ezra æst sig á karíókí­bar á Silva Street í Honolulu á sunnu­daginn síðastliðinn. Þar öskraði hán og varð pirrað þegar fólk byrjaði að syngja í karíókí. Á einum tíma­punkti greip hán míkró­fóninn af 23 ára konu sem var að syngja auk þess sem hán stökk á mann sem var í pílu­kasti.

Fram kemur á vef Hawa­ii News að það hafi leitt til þess að hán hafi verið hand­tekið fyrir ó­spektir og á­reitni. Þar kemur einnig fram að eig­andi barsins hafi í­trekað beðið Miller að róa sig en að ekkert hafi gengið. Miller var látið laust eftir að hafa greitt 500 Banda­ríkja­dali (e. 65 þúsund íslenskra króna) í tryggingu.

Miller er heims­frægur leikari og hefur undan­farin ár leikið lykilhlutverk í kvik­myndum líkt og Justice Leagu­e, We Need To Talk About Kevin, The Perks of Being a Wallflower, Trainwreck og Fantastic Beasts-myndabálknum. Á næstunni verða frumsýndar stórmyndirnar The Secrets of Dumbledore og The Flash, þar sem Miller fer með burðarrullu í báðum myndum.

Atvik á Prikinu vakti athygli víða

Í apríl 2020 birtist myndband af Miller úr portinu á skemmistaðnum Prikinu, en þar sést hán taka konu hálstaki. Myndbandið gekk hratt manna á milli á samfélagsmiðlum og hefur víða verið deilt um hvort um grín eða alvöru hafi verið um að ræða. Sé þó óumdeilanlegt að Miller sé ekki óvant því að verða til vandræða í skemmtanalífinu – og fleiri stöðum.

Myndbandið fræga af Prikinu má sjá hér að neðan:

Auglýsing

læk

Instagram