Fékk hvítt duft inn um lúguna:„Ég hef fengið betri sendingar“

Auglýsing

Þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé birti á Facebook síðu sinni í dag mynd af þremur pokum með hvítu dufti.

„Þetta beið mín þegar ég kom heim áðan af fundum. Ég verð að segja að ég hef fengið betri sendingar og vildi óska þess að fólk tjáði sig öðruvísi en á þennan hátt,“ skrifar hann.

En Kolbeinn greiddi atkvæði gegn frumvarpi sem snérist um að leggja af refsingar við því að vera með í fórum sínum neysluskammta en frumvarpið var fellt í nótt.

„En hingað erum við komin í pólitíkinni, það er einhvern veginn allt leyfilegt. Ég hygg að þetta sé nú bara lyftiduft eða eitthvað álíka, en ég held að það séu betri leiðir til að eiga skoðanaskipti en að setja hvítt duft í pokum inn um bréfalúgur,“ segir Kolbeinn.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram