Fjórtán fengu fálkaorðuna í dag

Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðurs­merki hinnar ís­lensku fálka­orðu við há­tíð­lega at­höfn á Bessa­stöðum í dag.

Hér að neðan má sjá lista yfir orðuhafa dagsins:

  1. Dag­ný Kristjáns­dóttir fyrr­verandi prófessor, Reykja­vík, riddara­kross fyrir kennslu og rann­sóknir á bók­menntum ís­lenskra kvenna og barna­bók­menntum.
  2. Edda Jóns­dóttir mynd­listar­maður og galleristi, Reykja­vík, riddara­kross fyrir for­ystu um kynningu og miðlun á ís­lenskri mynd­list.
  3. Egill Eð­varðs­son kvik­mynda­gerðar­maður, Reykja­vík, riddara­kross fyrir frum­kvöðla­störf í dag­skrár­gerð fyrir sjón­varp og fram­lag til ís­lenskrar kvik­mynda­gerðar
  4. Felix Vals­son svæfinga- og gjör­gæslu­læknir, Mos­fells­bæ, riddara­kross fyrir for­ystu við inn­leiðingu nýrrar tækni á sviði lækninga og fram­lag til björgunar­starfa.
  5. Jón Kristinn Cor­tez tón­listar­kennari og kór­stjóri, Reykja­vík, riddara­kross fyrir fram­lag til kóra­tón­listar og for­ystu um út­gáfu söng­laga eftir ís­lensk tón­skáld.
  6. Lára Stefáns­dóttir skóla­meistari, Ólafs­firði, riddara­kross fyrir frum­kvæði og ný­sköpun á vett­vangi fram­halds­skóla.
  7. Margrét Krist­manns­dóttir fram­kvæmda­stjóri og fyrr­verandi vara­for­maður Sam­taka at­vinnu­lífsins, Kópa­vogi, riddara­kross fyrir fram­lag til ís­lensks at­vinnu­lífs og opin­berrar um­ræðu.
  8. Már Guð­munds­son hag­fræðingur og fyrr­verandi seðla­banka­stjóri, Reykja­vík, riddara­kross fyrir störf í opin­bera þágu.
  9. Ólafur Fló­venz jarð­eðlis­fræðingur og fyrr­verandi for­stjóri Ís­lenskra orku­rann­sókna, Reykja­vík, riddara­kross fyrir for­ystu á vett­vangi rann­sókna á ís­lenskum orku­auð­lindum.
  10. Ólafur Karl Niel­sen fugla­fræðingur og for­maður Fugla­verndar, Reykja­vík, riddara­kross fyrir rann­sóknir á ís­lenskum fuglum, ekki síst fálka og rjúpu, og miðlun þekkingar á því sviði.
  11. Páll Hall­dórs­son flug­stjóri, Sel­fossi, riddara­kross fyrir fram­lag til björgunar manns­lífa og braut­ryðjanda­störf á vett­vangi land­græðslu.
  12. Rakel Garðars­dóttir fram­kvæmda­stjóri, Reykja­vík, riddara­kross fyrir fram­lag til að efla vitund um matar­sóun, betri nýtingu og um­hverfis­mál.
  13. Rósa Björg Jóns­dóttir bóka­safns- og upp­lýsinga­fræðingur, Reykja­vík, riddara­kross fyrir sjálf­boða­störf í þágu Móður­máls, sam­taka um tví­tyngi, við skráningu og miðlun barna­bóka á öðrum tungu­málum en ís­lensku.
  14. Þor­björg Helga­dóttir fyrr­verandi orða­bókar­rit­stjóri við Árna­safn í Kaup­manna­höfn, Nørre Broby í Dan­mörku, riddara­kross fyrir fram­lag til ís­lenskra fræða.
Auglýsing

læk

Instagram