today-is-a-good-day

FKA heiðrar konur úr atvinnulífinu

Húsfylli og mikill hátíðleiki var á Viðurkenningarhátíð FKA 2020.

Veittar voru viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd á Hátíðinni sem haldin var í Gamla bíó í gær.

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hlaut FKA viðurkenningu 2020 fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Anna Stefánsdóttir hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf stjórnanda í atvinnulífinu.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.

Árlega heiðrar FKA þrjár konur í atvinnulífinu og veitir þeim viðurkenningar til að vekja athygli á eftirtektarverðum konum í atvinnulífinu og er Viðurkenningarhátíðin eini viðburður FKA sem opin er fyrir einstaklinga af öllum kynjum utan FKA.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra flutti erindi og fjölbreyttur hópur fólks úr íslensku atvinnulífi var saman komið til að heiðra og fagna með þessum miklu fyrirmyndum.

 

Auglýsing

læk

Instagram