Fór til Ítalíu og giftist sjálfri sér

Berglind Guðmundsdóttir sem meðal annars hefur haldið út matarvefnum Gulur, Rauður, Grænn og Salt undanfarin ár, er skemmtileg kona sem fer ekki troðnar slóðir.

Eftir að ákveðið var að börnin hennar færu til pabba síns í mánuð í sumar sá hún fram á að henni myndi mögulega leiðast. Svo hún fór að grúska í tölvunni eftir ævintýrum.

„Ég hafði ekkert planað þetta sumar. Börnin mín voru að fara til pabba sín í mánuð og ég er eitthvað í tölvunni að grúska á einhverjum ferðavef. Ég slæ inn að ég sé til í að fara hvert sem er og þá kemur upp þessi borg á Ítalíu, Catania,“ segir Berglind en borgin er á Sikiley.

Svo hún skellti sér ein á vit ævintýranna. Var ekki með neitt planað nema þennan fyrsta áfangastað. Næstu vikurnar ferðaðist hún á milli staða á Ítalíu, næsti áfangastaður var yfirleitt planaður kvöldið áður.

„Öll ferðin var í raun og veru bara ævintýraferð“ segir Berglind.

Þegar hún kom á fögru eyjunna, Salina, fannst henni einhverskonar brúðkaups-andi svífa yfir eyjunni og allt þar sem minnti á brúðkaup. Í göngu á ströndinni fær Berglind þessa hugmynd: „Ég bara geri þetta, ég bara giftist sjálfri mér“

Og hún gerði það. Berglind fór og keypti sér hvítan kjól og hring og gekk svo að eiga sig sjálfa fyrir framan kirkjuna í Salina.

Vala Matt heimsótti Berglindi í þættinum Ísland í dag og þær spjölluðu um ferðina. Sjáðu þáttinn hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram