Frank og Casper í tökum við Bláa lónið

Dönsku félagarnir Frank Hvam og Casper Christensen eru staddir hér á landi og sást til þeirra í tökum við Bláa lónið.

Sagt er að tökurnar séu fyrir nýja Klovn kvikmynd. En félagarnir tveir slógu í gegn hjá Íslendingum þegar grínþættir þeirra, Klovn, hófu göngu sína árið 2005 og eru þáttaraðirnar orðnar sjö talsins.

Þeir hafa gefið út tvær kvikmyndir í tengslum við þættina, Klovn sem kom út árið 2010 og Klovn-Forever sem kom út árið 2015.

Snapparinn Reynir Bergmann hitti félagana þegar þeir lentu í Keflavík

Hér má sjá atriði úr þáttunum.

Vísir greindi fyrst frá.

Auglýsing

læk

Instagram