today-is-a-good-day

Game Of Thrones og Fleabag sigursæl á Emmy verðlaununum sem veitt voru í nótt

Emmy verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt. Voru Game Of Thrones og og bresku sjónvarpsþættirnir Fleabag á meðal sigurvegara kvöldsins.

Game Of Thrones sem hlaut 32 tilnefningar fór heim með alls 12 verðlaun. Meðal annars fyrir bestu drama þáttaröðina og einnig fékk leikarinn Peter Dinklage verðlaun fyrir besta leikara í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem Tyrion Lannister í þáttunum.

Bresku gamanþættirnir Fleabag fengu verðlaun fyrir besta gamanþáttinn, besta handritið í flokki gamanþátta og fékk höfundur þáttanna, Phoebe Waller-Bridge, einnig verðlaun fyrir bestu gamanleikkonuna.

„Mér finnst skrifin bæði erfið og sársaukafull en ég verð að segja frá mínum dýpstu hjartarótum að þetta hér er ástæðan fyrir því að ég geri þetta“ sagði Phoebe og lyfti upp Emmy styttunni. „Þetta gerir þetta allt þess virði, ég þakka kærlega fyrir mig“

Leikstjóri þáttanna, Harry Bradbeer, vann einnig verðlaun fyrir besta leikstjórann í flokki gamanþátta.

„Fyrir leikstjóra er þáttur eins og Fleabag eitthvað sem kemur bara einu sinni á ævinni“ sagði Harry þegar hann tók við verðlaununum. Þetta kom fram á vef BBC fréttaveitunnar.

Auglýsing

læk

Instagram