Gekk af slysstað með opna bjórdós í hönd

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var kölluð á vett­vang um­ferðaró­happs í Kópa­vog­in­um á sjötta tím­an­um í gær.

Í dagbók lögreglu segir að sá öku­mann­anna sem vald­ur var að slys­inu, hafi gengið á brott af slysstað með opna bjórdós í hendi sér. Hann var þó hand­tek­inn nokkru síðar og er grunaður um akst­ur bif­reiðar und­ir áhrif­um fíkni­efna og áfeng­is og vörslu fíkinefna.

Var maður­inn vistaður í fanga­geymslu lög­reglu vegna rann­sókn­ar máls­ins.

Báðir bíl­arn­ir voru flutt­ir af vett­vangi með drátt­ar­bíl og voru meiðsli þess öku­manns sem ekið var á og tveggja farþega skráð eymsli eft­ir ör­ygg­is­belti og hnykk­ur.

Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Instagram