Góðgerðarverkefnið Konur eru konum bestar

Auglýsing

Góðgerðarverkefnið Konur eru konum bestar er nú að fara af stað þriðja árið í röð.

Konurnar sem standa á bakvið þetta verkefni eru Elísabet Gunnars eigandi Trendnet, Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður, Aldís Pálsdóttir ljósmyndari, Rakel Tómasdóttir grafískur hönnuður og þetta árið bættist í hópinn hún Nanna Kristín Tryggvadóttir.

Vilja þær með þessu verkefni minna konur á að standa með öðrum konum, breyta neikvæðu hugafari, slæmu umtali og gera þannig samfélagið okkar að betri stað.

Stöllurnar hanna og framleiða boli á hverju ári og fer allur ágóði af sölu hans til góðra málefna.

Auglýsing

Árið 2017 gáfu þær 1 milljón til Kvennaathvarfsins og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Þetta árið mun allur ágóði bolanna renna til Krafts en Kraftur er sjóður sem styrkir ungt fólk og aðstandendur þeirra í baráttu gegn krabbameini.

Bolina verður hægt að nálgast í versluninni Andrea á Norðurbakka 1 í Hafnarfirði frá og með 12 .september.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram