Greta Thunberg:„Þið hafið rænt draumum mínum og æsku með innantómum orðum“

Auglýsing

Greta Thunberg barðist við tárin þegar hún talaði fyrir fullum sal af heimsleiðtogum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þetta kom fram á vef BuzzFeedNews.

En Thunberg vakti fyrst athygli þegar hún var aðeins 15 ára gömul og hóf að skrópa í skólanum til þess að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi.

„Fólk þjáist.“ sagði hin 16 ára loftslagsaktívisti í gegnum tárin.

„Þetta er allt svo rangt. Ég ætti ekki að vera hér, ég ætti að vera í skólanum hinum megin á hnettinum. Samt leitið þið til okkar unga fólksins til að öðlast von. Hvernig dirfist þið.“

Auglýsing

„Hvernig dirfist þið að halda áfram að horfa í hina áttina en koma svo hingað og segjast vera að gera nóg. Þið segist heyra í okkur og skilja neyðina. En sama hversu leið og reið ég er þá neita ég að trúa því. Afþví að ef þið mynduð í raun og vera skilja neyðina en halda áfram að horfa í hina áttina, þá væruð þið hreinlega vond. Og ég neita að trúa því.“

„Þið eruð að bregðast okkur. En unga fólkið er farið að skilja svik ykkar. Augu framtíðar kynslóðanna eru á ykkur. Og ef þið kjósið að bregðast okkur munum við aldrei fyrirgefa ykkur. Við leyfum ykkur ekki að komast upp með þetta. Hérna drögum við línuna. Heimurinn er að vakna og breytingar eru á leiðinni, hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“

Sjáðu ræðuna hennar hér fyrir neðan:

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram