Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn sameinast

Auglýsing

„Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn sameina krafta sína og Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn tímabundið,“ segir á Facbook síðu Fiskmarkaðarins.

Þar segir einnig að Fiskmarkaðurinn hafi verið með pop-up á Grillmarkaðnum síðustu tvær helgar sem hafi alveg slegið í gegn og það hafi í kjölfarið verið tekin sú ákvörðun að sameina staðina tímabundið.

„Nú þarft þú ekki að velja á milli Fisk eða Grillmarkaðsins heldur kemur bara á einn stað og færð allt það sem þig langar í. Sushi, steik, kóngarækju, grísarif, hnetusteik, hvítsúkkulaðiostaköku svo ég tali nú ekki um alla geggjuðu kokteilana sem við bjóðum upp á og góðu vínin.“

Fiskmarkaðurinn verður að veislusal þar sem boðið verður upp á 20-100 manna einkaveislur sniðnar alveg eftir höfði fólks með mat frá báðum stöðunum.

Auglýsing

„VIð erum mjög spennt fyrir þessum breytingum, hlökkum til að sameinast og gera gott ennþá betra,“ segir að lokum í færslunni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram