Grímuskylda í strætisvögnum

Auglýsing

Í hádeginu á morgun tekur í gildi grímuskylda í strætisvögnum. Er þetta liður í hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag. Sjá hér: Hertar aðgerðir taka gildi í hádeginu á morgun

Á þeim stöðum sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna verður skylda að bera grímu.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við vísi að þetta hafi komið flatt upp á starfsmenn Strætó. Að hans sögn mun Strætó ekki hafa tök á að útvega farþegum sínum grímur og þurfa farþegar því að útvega sér grímur sjálfir. Eftir hádegi á morgun verður fólki sem ekki ber grímu meinaður aðgangur í strætisvagna.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram