Guðni ósáttur við stefnu Lífar

 

Guðni Ágústsson fyrrverandi Landbúnaðarráðherra og þingmaður sagði sér hafa brugðið við kvöldfréttirnar þann 25.ágúst síðastliðinn.

„Ég verð að játa að ég hélt að 1. apríl hefði verið flýtt þetta kvöld og fréttin væri gabb,“ segir Guðni.

Guðni skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann er ósáttur við þá tillögu Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa og fulltrúa í skóla- og frístundasviði borgarinnar, um að minnka dýraafurðir verulega í skólamötuneytum borgarinnar. En Líf segir að meirihlutinn sé einhuga um að skoða þetta.

„Hver hefur falið Líf þessari að bera þessa stefnu á borð? Að nú eigi að bjarga jörðinni með því að fórna íslenskum landbúnaði og ef hér verði hætt að framleiða kjöt muni hnötturinn ekki snúast af möndli sínum og mannkynið lifa af. Er það glæpur fiskveiðiþjóðarinnar að draga enn fisk úr sjó og selja sem hollustuvöru um allan heim? Er samráð við foreldra allra barna í grunnskólum Reykjavíkur um þessa nýju stefnumörkun? Hefur verið haft samráð við landlæknisembættið um málið eða næringarfræðinga?“

Guðni telur að Líf sé ekki að gera líf barna og unglinga í borginni auðveldara og spyr:„Hvers eiga börnin að gjalda og bændur okkar og sjómenn?“

 

 

Auglýsing

læk

Instagram