Hafþór Júlíus á leiðinni í boxhringinn

Aflraunakappinnn Hafþór Júlíus ætlar að mæta Eddie Hall í boxhringnum í Las Vegas á næsta ári en Hafþór sló um helgina heimsmet Hall í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 501 kg. Heimsmetið hafði verið í höndum Hall síðan 2016 þegar hann lyfti 500 kg. Hafþór hefur nú þegar skrifað undir samning vegna bardagans sem sagður er hljóma upp á að minnsta kosti 150 milljónir íslenskra króna.

„Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór í viðtali í Brennslunni á fm957 í morgun.

Hér fyrir neðan má sjá Hafþór slá heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina.

Auglýsing

læk

Instagram