Hafþór Júlíus er sigurvegari Arnold Strongman Classic 2020

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði, þriðja árið í röð, Arnold Strongman Classic mótið sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina. Það var forsvarsmaður keppninnar, sjálfur Arnold Schwarzenegger sem veitti Hafþóri verðlauna bikarinn. En auk bikars eru sigurverðlaun keppninnar rúmar 9 milljónir íslenskar krónur.

„Þetta er erfiðasta aflraunakeppni í heimi og að vinna hana þriðja árið í röð er mér mikils virði,“  sagði Hafþór í viðtali eftir sigurinn. Hann bætir því við að hann sé aðeins annar maðurinn til þess að ná þeim árangri, að sigra mótið þrjú ár í röð.

Aðspurður að því hvaða markmið hann hafi sett sér í framtíðinni segist hann ætla að ná 501 kg í réttstöðulyftu, það sé næsta markmið.

Auglýsing

læk

Instagram