Hallar undan fæti hjá Ezra Miller: Fleiri stormasamar sögur af dvöl leikarans á Íslandi

Auglýsing

Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Hermt er þar að dvöl háns hafi verið stormasöm. Insider birti í gær viðamikla grein um leikarann Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru leikarans hér á landi. Þar er varpað nánara ljósi á veru háns á Íslandi fyrir tveimur árum síðan, en hún er talin stormasöm fyrir.

Miller er heims­frægur leikari og hefur undan­farin ár leikið lykilhlutverk í kvik­myndum líkt og Justice Leagu­e, We Need To Talk About Kevin, The Perks of Being a Wallflower, Trainwreck og Fantastic Beasts-myndabálknum og The Flash, þar sem Miller fer með burðarrullu.

Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Þá var hán handtekið fyrr á þessu ári í borginni Honolulu á Hawaii fyrir ó­spektir á al­manna­færi. Sögur herma að Miller hafi verið að á­reita gesti bars sem hán heimsótti.

Í er­lendum miðlum kemur fram að sam­kvæmt lög­reglunni á Hawaii hafi Ezra æst sig á karíókí­bar á Silva Street í Honolulu á sunnu­daginn síðastliðinn. Þar öskraði hán og varð pirrað þegar fólk byrjaði að syngja í karíókí. Á einum tíma­punkti greip hán míkró­fóninn af 23 ára konu sem var að syngja auk þess að stökkva á mann sem var í pílu­kasti.

Auglýsing

Vildi hreinsa Bíó Paradís af illum öndum

Í umfjöllun Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að leikarinn hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum.

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, sagði í viðtali við DV árið 2020 að Miller hafi óskað eftir fundi með henni til að ræða fjárframlag til kvikmyndahússins. Miller hefði mikið dálæti á Bíó Paradís og vildi láta breyta bíóinu í einkabíóklúbb. Sagði Hrönn við DV að fundurinn sem fór fram á milli þeirra hafi verið stórfurðulegur og sökum annarlegs ástands leikarans hafi hán ekki skilað neinni niðurstöðu.

„Ég sá það nokkuð fljótt að það var engan veginn í lagi [með Miller]“ mælti Hrönn, en Miller mætti á fundinn ásamt fylgdarmanni sem hafi kynnt sig sem indjánahöfðingja. „Þau sögðust til dæmis vera í fararbroddi með nýtt system sem ætti að gjörbreyta og umbylta kvikmyndaheiminum eins og við þekkjum hann. Það var eins og [Miller] væri í einhverju maníukasti, korteri frá því að fara í geðrof,“ segir Hrönn og bætir við að Miller hafi sagt við hana að kórónuveiran væri „algjört kjaftæði“ og hafi hann tekið því afar illa þegar hún hafi ekki verið samþykk þeim hugmyndum um að breyta Bíó Paradís í einkaklúbb.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram