Harry Styles lék Íslending í Saturday Night Live

Auglýsing

Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikkonan Heidi Gardner léku Íslenskt par í grínþættinum Saturday Night Live um helgina.

Í þættinum leika þau Magnús og Dísu, par sem á von á barni og sækja saman fæðingarnámskeið.

Monta þau sig meðal annars af því að þeim gangi ofsalega vel á meðgöngunni, að þau hafi atvinnu að því að þykjast syngja og að þau séu áhrifavaldar á Instagram. Þá ræða þau einnig um kynlífið á meðgöngunni, sem fór öfugt ofan í pörin á námskeiðinu. Þau Dísa og Magnús eru ekki mjög sleip í ensk­unni og seg­ir Magnús að Dísa hafi lært ensku af In­sta­gram.

Sjáðu brot úr þættinum hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram