Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var í dag dæmdur til 23 ára fangelsisvistar fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni. Weinstein, sem er heilsuveill, mætti í dómsuppkvaðninguna í hjólastól.
Verjendur hans höfðu biðlað til dómara um að hann fengi minnsta mögulega dóm, sem eru 5 ár. Héldu þeir því fram að fimm ár gætu vel jafngilt ævilöngu fangelsi fyrir Weinstein sökum aldurs og heilsuleysis. Saksóknarar sögðu hins vegar að hann ætti ekkert annað skilið en mestu mögulegu refsingu þar sem að hann væri iðrunarlaus kvennaníðingur.
Hlaut hann að endingu tuttugu og þrjú ár sem er hámarks fangelsisdómur fyrir nauðgun þar ytra.