Hefja lögreglurannsókn á hrakningum ferðafólksins:„Við lítum þetta alvarlegum augum“

Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókn sé hafin á hrakningum í vélsleðaferð á Langjökli. Sjá hér: Björguðu í nótt hátt í 50 manns af Langjökli-Yngsti ferðalangurinn 6 ára gamall.

„Við lítum þetta alvarlegum augum. Það voru margir þarna í hættu, að því er virðist,“ segir Elís í samtali við Rúv. „Og fátt um það meira að segja annað en að rannsókn er hafin að sjálfsögðu og mun halda áfram og við áttum okkur þá betur á því hvernig þetta fer varðandi úrvinnsluna.“

Björgunarsveitir sendu hátt í tvö hundruð manns í útkall vegna ferðalanganna í gærkvöld.

Aðspurður að því hvort hægt sé að draga menn til ábyrgðar fyrir svona lagað svarar Elís: „Við munum vanda rannsókn, förum yfir gögnin þegar við erum búnir að ná að skrásetja og átta okkur á og síðan tökum við ákvörðun um það yfirvegað.“

Auglýsing

læk

Instagram