Heimsfrægar bandarískar íþróttakonur slíðra sverðin eftir rifrildi um transfólk

Bandaríska sundkonan Riley Gaines, sem vakið hefur athygli fyrir gagnrýni sína á þátttöku trans kvenna í kvennaíþróttum, segist nú opin fyrir samstarfi við fimleikastjörnuna Simone Biles. Þetta kemur fram í samtali hennar við TMZ Sports.

Fyrir skemmstu urðu þær Gaines og Biles uppvísar að orðaskaki á samfélagsmiðlum þar sem Biles lét í ljós stuðning við þátttöku trans íþróttafólks. Í umræðunni líkti hún meðal annars líkamlegri byggingu Gaines við karlmann, sem hún baðst síðar afsökunar á. Gaines segir þau orð hafa verið særandi, ekki vegna persónulegs eðlis heldur vegna þess hvernig Biles notaði áhrif sitt.

Auglýsing

Þær stöllur rifust á samfélagsmiðlinum X.

„Simone hefur verið fyrirmynd stúlkna um allan heim, þar á meðal litlu systur minni sem er sjálf í fimleikum,“ sagði Gaines og bætti við: „Þegar hún tjáði sig á þann hátt fannst mér hún draga upp stigann sem hún sjálf klifraði eftir.“

Þrátt fyrir gagnrýnina segist Gaines telja að þær gætu átt gott samstarf. „Ég lít upp til Simone. Hún hefur gert ótrúlega hluti fyrir kvennaíþróttir og gæti orðið öflugur bandamaður ef hún væri opin fyrir því.“

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing