Herra Hnetusmjör í þættinum Óminni:„Ég var ekkert mikið að tjá mig þegar ég var í fósturstellingunni daginn eftir.“

Auglýsing

Annar þáttur í þáttaröðinni Óminni fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi. Í þættinum var talað við ungt fólk sem hefur verið í neyslu og meðal annars var rætt við rapparann Árna Má eða Herra Hnetusmjör eins og hann kallar sig. Þetta kom fram á vef Vísis í dag.

Hann hefur verið edrú í töluverðan tíma en hefur talað opinskátt um að hafa verið í neyslu.

„Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“

Var umræðuefnið textar í íslenskum rapplögum þar sem oft er talað um fíkinefni og fíkniefnaneyslu. Mörg af þessum lögum eru vinsælustu lög landsins.

Auglýsing

„Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.

Þættirnir verða þrír talsins og er í þeim leitast við að fá innsýn inn í íslenskan raunveruleika ungs fólks sem átt hefur í fíkniefnavanda.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram