Hildur tilnefnd til Grammy verðlauna

Hild­ur Guðna­dótt­ir tón­skáld er til­nefnd til Grammy-verðlaun­anna 2020 fyr­ir tónlist sína við sjón­varpsþáttaröðina Cherno­byl, en til­nefn­ing­arn­ar voru kynnt­ar í dag. Hild­ur er til­nefnd fyr­ir bestu tónlist í sjón­ræn­um miðlum, en sá flokk­ur nær yfir kvik­mynd­ir, sjón­varpsþætti og tölvu­leiki. Grammy-verðlaun­in verða af­hent 26. janú­ar næstkomandi

Hildur hefur nú þegar hlotið Emmy verðlaun og World Sountrack verðlaun fyrir tónlistina í myndinni, en tónlistina skapaði hún án hljóðfæra og notaðist eingöngu við hljóð úr kjarn­orku­veri og eig­in rödd.

Einnig hefur tónlist Hildar í stórmyndinni Joker vakið mikla athygli og hlotið lof síðan myndin kom út.

Craig Mazin, handritshöfundur Chernbyl, óskaði Hildi til hamingju á Twitter og gaf í skyn að hún myndi vinna óskarsverðlaun fyrir Jokerinn.

„Hún vann E… nú kannski G… Jókerinn mun sennilega gefa henni O,“ skrifaði Mazin.

Hér að neðan má heyra eitt lag úr hljóðverki Hild­ar í Cherno­byl-þátt­un­um.

Auglýsing

læk

Instagram