Hinn færeyski Heiðrik gefur út nýtt lag

Auglýsing

Færeyski popparinn Heiðrik á Heygum gefur út nýtt lag af komandi plötu sinni Illusions. Þetta kemur fram á vef albumm.is

Heiðrik er vel þekktur í Færeyjum og er litið á hann sem einskonar frumkvöðul í færeysku listasenunni, hvort sem er í tónlist, myndlist, eða kvikmyndagerð. Hann hlaut færeysku tónlistarverðlaunin fyrir besta söngvara ársins árið 2017.

Hann hefur búið á Íslandi í um 5 ár og kláraði hann nám í myndlist við Listaháskóla Íslands á sama tíma og hann tók upp og gaf út aðra plötuna sína Funeral. Illusions, nýjasta platan hans og jafnframt sú þriðja, er í samstarfi við færeysku tónlistarmennina og framleiðendurna Janus Rasmussen, úr tvíeykinu Kiasmos og Sakaris Joensen. Illusions er samin og tekin upp á Íslandi en á strengi spila ungverskir hljóðfæraleikarar úr Budapest Art Orchestra.

Hér fyrir neðan má heyra lagið Hope you´re crying, af plötunni Illutions.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram