Hringadróttinssaga snýr aftur í formi sjónvarpsþátta

Tökur á nýrri þáttaröð um Hringadróttinssögu munu hefjast innan nokkurra mánaða og er forvinna þáttanna þegar hafin. Þetta kom fram á vef Reuters fréttastofunnar.

Amazon Studios hafa staðfest að þættirnir verði teknir upp á Nýja Sjálandi og munu mögulega verða dýrustu sjónvarpsþættir sem gerðir hafa verið. En stjórnendur Amazon ætla að leggja minnst einn milljarð Bandaríkjadala í framleiðslu þáttanna, sem eru um 125 milljarðar íslenskra króna.

Nýja Sjáland þykir uppfylla allt það landslag sem þættirnir þurfa að prýða til að vekja þennan ævintýraheim til lífsins, stórbrotnar strendur, skóga og fjöll. Auk þess eru þar fyrsta flokks kvikmyndaver ásamt þaulreyndu og hæfileikaríku fagfólki.

Ráðamenn í Nýja Sjálandi fagna þessum fréttum og segjast vonast til að þetta verði upplyfting fyrir efnahagskerfið í landinu og muni skapa störf.

Auglýsing

læk

Instagram