Hryllingsmyndahátíðin Frostbiter hefst um helgina! – Sérstakur gestur Greg Sestero

Á föstudaginn 11. Mars hefst hryllingsmynda hátíðin Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival á Akranesi.

„Hátíðin er haldin í 7unda skipti og sýnum við fjöldan allan af stuttmyndum úr öllum heims hornum og erum með fjöldan allan af skemmtilegum viðburðum en frítt er á alla viðburði og sýningar á hátíðinni,“ segir í tilkynningu.

Sérstakur Gestur – Greg Sestero

Sérstakur gestur hátíðarinnar í ár er Greg Sestero en hann lék eftirminnilega Mark úr alræmdu kvikmyndinni The Room. En óskarsverðlaunamyndin The Disaster Artist var byggð á bók hans um gerð myndarinnar.

Greg er að koma á hátíðina sem leikstjóri en hann er að sýna frumraun sína í leikstjórn Miracle Valley á hátíðinni.

Miracle Valley

Miracle Valley fjallar um  ljósmyndara og kærustu hans fara í eyðirmerkurferð í leit að afar sjaldgæfum fugli. Þar er sambandi þeirra fljótlega ógnað af illu afli, sem veldur því að þau horfast í augu við djöfla úr fortíð, nútíð og framtíð.

Greg mun mæta á hátíðina og svarar spurningum gesta um gerð myndarinnar. Myndin verður sýnd á föstudaginn 11. Mars á Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival.

Auglýsing

læk

Instagram