today-is-a-good-day

Hundruð starfsmanna gengu út á svörtum föstudegi

Hundruð starfs­manna Amazon í Þýskalandi hófu verkfall í morg­un á sama tíma og fyrirtækið hóf „svart­an föstu­dag“ með til­heyr­andi til­boðum.

Bar­átta hef­ur staðið yfir í lang­an tíma á meðal starfs­manna fyr­ir hærra kaupi og bætt­um vinnuaðstæðum.

Verk­fallið, sem verka­lýðsfé­lagið Ver­di stend­ur á bak við, á að standa yfir til þriðju­dags­morg­uns og verður því einnig í gangi þegar svo­kallaður „Cy­ber Monday“ fer fram. Í tilkynningu frá stéttarfélaginu segir að Amazon haldi ekki uppi „grunn réttindum“ fyrir starfsfólk sitt, fólk sé látið vinna undir „gríðarlegri pressu á lágmarkslaunum“ og útkoman sé sú að fólk verði hreinlega veikt undan álaginu.

Um 13 þúsund manns starfa fyr­ir Amazon í Þýskalandi.

Auglýsing

læk

Instagram