Hvítur, hvítur dagur sópar áfram til sín verðlaunum

Í gærkvöldi vann HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR aðalverðlaun Norrænna kvikmyndadaga í Lübeck í Þýskalandi, sem haldnir voru í 61.sinn þetta árið. Ingvar E. Sigurðsson leikari var viðstaddur við þýsku frumsýninguna og tók á móti verðlaununum fyrir hönd myndarinnar. Myndin fer í almenna dreifingu í kvikmyndahúsum í Þýskalandi þann 13.febrúar á næsta ári.
Umsögn dómnefndar var eftirfarandi:
“The NDR Film Prize jury honours a film that explores the despair of a great loss with almost playful ease. In unusual, precise scenes, the characters interact as equals, displaying enormous strength and comedic elements. This is brave filmmaking, bolstered with a breath-taking inventive skill and powerful imagery.”

Mikill fjöldi norrænna kvikmynda kepptu um verðlaunin, þeirra á meðal Héraðið eftir Grím Hákonarson, Queen of Hearts eftir May el-Toukhy (sem vann Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í síðustu viku), About Endlessness eftir Roy Andersson og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson. Verðlaunaféð er 12.500 evrur eða um 1.700.000 íslenskra króna.

Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni, The Interfilm Church Prize, ásamt verðlaunafé uppá 5.000 evrur eða um 700.000 íslenskra króna.

Kvikmyndahátíðin í Lübeck er eina kvikmyndahátíðin í Evrópu sem einblínir sérstaklega á norrænar kvikmyndir ásamt kvikmyndum frá Eystrasaltlöndunum og norðurhluta Þýskalands. Þetta árið voru í heildina níu íslensk kvikmyndaverk sýnd á hátíðinni.

Auglýsing

læk

Instagram