ICELAND AIRWAVES FRESTAÐ TIL 2022

Auglýsing

Vegna áframhaldandi Covid-19 takmarkana af hálfu yfirvalda hefur Iceland Airwaves verið frestað til 2022.

Nýjar dagsetningar fyrir hátíðina eru miðvikudagurinn 2. nóvember til laugardagsins 5. nóvember 2022.

Eftir nokkra mánuði án takmarkana var gripið til aðgerða í kjölfar komu Delta afbrigðisins hingað til lands. Nýjustu reglur yfirvalda takmarka viðburði við 500 manns á hverju svæði (aðskildir inngangar, útgangar, veitingasala og klósett) með þeim fyrirvörum að gestir séu í númeruð sætum, snúi ekki andspænis hvor öðrum, beri grímur þar til sest er í sætin og geti sýnt fram á hraðpróf með niðurstöðum innan tveggja sólarhringa frá upphafi viðburðar. Allt varðandi framkvæmd og aðgengi tónleikagesta að skyndiprófum er ennþá óljóst. Allir aðrir viðburðir (standandi og án prófa), eru áfram takmarkaðir við 200 manns á hverju svæði.
Hækkun takmörkunar upp í 500 manns í númeruð sæti með innleiðingu hraðaprófa er vissulega skref í rétta átt en þessar takmarkanir eru augljóslega hamlandi fyrir stærri, standandi viðburði og gera það útilokað að framkvæma viðburði á borð við Iceland Airwaves.Svo virðist sem núverandi takmörkunum sé ætlað að standa um ókomna tíð og þrátt fyrir að Ísland sé að nálgast 90% bólusetningarhlutfall hafa íslensk yfirvöld enn sem komið er ekki sett fram neinar áætlanir sem gera stærri tónlistarviðburðum kleift að hefja starfssemi á ný, eða sýnt neinn vilja til að setja fram slíkar áætlanir. Sem þýðir að ekki er hægt að skipuleggja neina stóra viðburði á Íslandi eins og er.

Aðstandendur Iceland Airwaves trú því að hægt hefði verið að halda hátíðina með öruggum og ábyrgum hætti, með öllum tiltækum öryggisráðstöfunum, en yfirvöld virðast ósammála því.

Það þarf vart að taka það fram að Airwaves teymið er eyðilagt yfir að þurfa að færa hátíðina um eitt ár til viðbótar.

Auglýsing

Miðahafar sem vilja sækja Iceland Airwaves 2022 þurfa ekkert að aðhafast; miðinn gildir áfram. Þeir sem vilja óska eftir endurgreiðslu geta haft samband við Tix fyrir föstudaginn 17. september: [email protected]

„Við hvetjum miðahafa til að halda miðunum sínum. Þessi frestun hefur ekki bara áhrif á Iceland Airwaves heldur allan íslenska tónlistargeirann. Með því að halda miðanum styður þú við bakið á íslenskri tónlist, sem er í sárum þessa dagana.
Hvað varðar dagskrána fyrir 2022 þá munu samtöl eiga sér stað við hvern flytjanda fyrir sig. Við vonum við að flestir sem búið var að bóka og tilkynna verði með á næsta ári. Þetta verður nánar staðfest og tilkynnt við fyrsta tækifæri,“ segir í tilkynningu. 
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram