Iceland Airwaves:„Það er búið að bjarga hátíðinni og hún rúll­ar“

„Við erum rosa­lega ánægð með hvernig þetta gekk allt og erum að fá já­kvæð viðbrögð. Þetta er tveggja ára erfiðis vinna að baki,“ seg­ir, Ísleif­ur B. Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóri Ice­land Airwaves.

Þetta er annað árið sem Sena heldur hátíðina undir sínum merkjum en hátíðin hefur verið í gangi í 20 ár. Hátíðin hefur verið rekin með miklu tapi í nokkur ár og hefur Sena unnið hörðum höndum í að rétta hana af.

„Þegar við tók­um við þessu var þetta svo­lítið komið út í skurð, rekstr­ar­lega séð. Við erum búin að fara í alls kon­ar breyt­ing­ar sem við viss­um að yrðu erfiðar og yrðu ekk­ert endi­lega vin­sæl­ar. En við höf­um verið dug­leg að ræða þær og út­skýra og það hef­ur mætt skiln­ingi,“ seg­ir Ísleif­ur.

En tekið var á það ráð að fækka verulega svokölluðum “off venue” tónleikastöðum en þegar mest var voru staðirn­ir sem tóku þátt í off-venue um 60 tals­ins en í ár voru þeir 20, en gjald sem staðirn­ir þurfa að greiða fyr­ir ut­andag­skrárþátt­töku var hækkað veru­lega.

„Við erum rosa­lega sátt við hvernig off-venue er í dag. Við skilj­um al­veg að fólk elski off-venue. Við elsk­um off-venue líka, seg­ir Ísleif­ur og hlær. Að fara á ein­hvern lít­inn bar eða bóka­safn eða plötu­búð og sjá frá­bær­an ís­lensk­an lista­mann, jafn­vel ein­hvern þokka­lega stór­an, koma fram um miðjan dag, þetta er ólýs­an­leg stemn­ing. Við þurft­um bara að ná tök­um á þessu, þetta var komið á yfir 60 staði og var farið að leysa hátíðina meira en að bæta við hana. Við höf­um alltaf viljað halda í off-venue en samt að það væri ein­hver stjórn á því.“

„Við erum rosa­lega ánægð með hátíðina í nú­ver­andi mynd en auðvitað för­um við í grein­ing­ar­vinnu og för­um yfir töl­fræðina, hvað á að bóka mörg bönd og þess hátt­ar. En við telj­um okk­ur vera kom­in með mjög góðan grunn og við ætl­um að halda áfram á sömu braut og erum mjög bjart­sýn.“

Varðandi rekst­ur hátíðar­inn­ar seg­ir Ísleif­ur að mark­miðið hafi alltaf verið að reka hátíðina á grunni „Það er ekki há­leit­ara en það. Ef við náum að reka hana á núlli til­tölu­lega vand­ræðalaust erum við fín. Það er búið að bjarga hátíðinni og hún rúll­ar.“

Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Instagram